Það sem við getum lært af Múmínálfunum

Það er yfirleitt líf og fjör í Múmíndalnum.
Það er yfirleitt líf og fjör í Múmíndalnum. Wikipedia

Þau eru hvít, þau eru vinaleg, þau eru Múmínálfar. Þau búa í Múmíndalnum líkt og Mía litla, Hemúllin, Snúður, Snorkstelpan, Tikkatú og fleiri góðir. Við getum lært ýmislegt af þeim, eða hvað?

Það er viðeigandi að taka vel á móti öllum þeim sem heimsækja þig.

Þegar gest bar að garði voru Múmínmamma og Múmínpabbi fljót að draga fram annað rúm og gera ráð fyrir öðrum munni sem þurfti að metta. Þau tóku alltaf jafn vel á móti vinum og gestum. 

Það er jafn mikilvægt að vita hvernig á að vera einn og hvernig á að eiga samskipti við aðra.

Stundum þarf maður bara að minna að á að maður sé til staðar til að hughreysta einhvern.

„Ég er hræddur,“ hvíslaði Snabbi og togaði í ermi Snúðs.

„Haltu í mig. Þetta verður allt í lagi,“ sagði Snúður hughreystandi.

„Þetta er allt búið núna, Snabbi,“ sagði Snúður. „Ekki gráta, elsku vinur.“

Þau sem dá pönnukökur eða Múmínálfa eru sennilega í lagi.

„Sá borðar pönnukökur getur ekki verið svo hættulegur. Sérstaklega ef það eru pönnukökur með sultu,“ sagði Múmínsnáðinn eitt sinn. 

Það þarf vini, en ekki hluti, til að eiga heimili.

„En þannig er það þegar þú ferð að vilja eiga hluti. Ég horfi bara á þá og þegar ég fer í burtu, ber ég þá í huga mér. Þá eru hendur mínar alltaf til taks þar sem ég þarf ekki að bera ferðatösku,“ sagði Snúður.

Hér má lesa meira um Múmínálfana

Samkynhneigð og stríð í Múmíndal

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson