Segir ævisöguna „fulla af lygum“

Aretha Franklin hefur átt skrautlega ævi.
Aretha Franklin hefur átt skrautlega ævi. AFP

Söngkonan Aretha Franklin er ósátt við rithöfundinn Davis Ritz en hann skrifaði ævisögu Franklin. Söngkonan segir bókina vera „fulla af lygum“.

Ritz gaf nýverið út ævisögu Franklin sem heitir Respect: The Life of Aretha Franklin en Franklin sjálf er afar óánægð með bókina. Hún er einna ósáttust með kaflana sem fjalla um skilnað foreldra hennar og áfengisvandamál hennar.

„Eins og mörg ykkar vita þá var að koma út mjög ómerkileg bók sem er full af lygum um mig. Rithöfundurinn er greinilega hefnigjarn af því að ég ritskoðaði einhverjar yfirlýsingar sem hann vogaði sér að reyna að setja í bók sem var skrifuð um mig fyrir 15 árum síðan,“ sagði Franklin í tilkynningu.

Franklin og Ritz unnu fyrst saman árið 1999 þegar Ritz skrifaði bókina Aretha: From These Roots. Þá fór Franklin fram á að ekki yrði fjallað um neikvæðar hliðar ævi sinnar.

„Allt viðkvæma efnið- móðir Arethu yfirgaf fjölskylduna, Aretha eignaðist tvö börn á unglingsárunum, fyrsti eiginmaður hennar beitti hana ofbeldi...var forboðið,“ sagði Ritz um fyrstu bókina. „Ég gerði ekki það sem ég ætlaði að gera,“ útskýrði hann í viðtali við  Associated Press.

Ritz er þá sagður sáttur með nýju bókina, hann telur hana segja sannleikan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant