Söngvari Creed er aura- og heimilislaus

Scott Stapp, söngvari Creed, og eiginkona hans.
Scott Stapp, söngvari Creed, og eiginkona hans. AFP

Scott Stapp, söngvari hljómsveitarinnar Creed, birti myndband á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann greindi frá raunum sínum. Hann sagði m.a. frá því að hann væri peningalaus og byggi á Holiday Inn hótelinu.

Stapp, sem er 41 árs, sagði frá því að hann væri fórnalamb „grimmilegrar árásar“. Hann sagði þessa aðila sem réðust á hann hafa logið því að hann væri eiturlyfjafíkill og þess vegna lét hann taka út sér blóðsýni, með því getur hann sannað að um lygar eru að ræða.

Stapp sagði erfiðleikana hafa byrjað fyrir um tveimur mánuðum þegar hann fékk endurskoðanda til að skoða fjármál hans og hljómsveitarinnar Creed. Þá kom í ljós að þessir umræddu aðilar höfðu svikið af honum fé og að Skattstofan (IRS) væri að loka öllum bankareikningum hans. Núna býr hann á hóteli og á lítinn sem engan pening til ráðstöfunar að eigin sögn. 

„Á meðan á þessari endurskoðun stóð kom ýmislegt í ljós. Peningum var stolið frá mér og ég fékk ekki greidd höfundarlaun. Fólk hefur notfært sér mig og stolið peningum frá mér,“ útskýrði Stapp.

Eiginkona Stapp til átta ára sótti um skilnað frá honum í síðustu viku, hún fór fram á fullt forræði yfir börnunum þeirra. Samkvæmt heimildum Miami Herald varð þetta til þess að Stapp byrjaði að neyta áfengis og eiturlyfja í auknu magni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson