Sonur Toms Hanks edrú eftir átta ára neyslu

Sonur hjónanna Tom Hanks og Rita Wilson hefur glímt við …
Sonur hjónanna Tom Hanks og Rita Wilson hefur glímt við eiturlyfjafíkn í átta ár. mbl.is/AFP

Chet Hanks, sonur leikarans Toms Hanks, er 24 ára en hefur glímt við eiturlyfjafíkn í heil átta ár. Chet hefur nú snúið blaðinu við en hann var að klára 50 daga meðferð.

Chet notaði tækifærið og sagði frá meðferðinni á instagramsíðu sinni. Hann tilkynnti að nú hefði hann ekki notað kókaín í 50 daga og þakkaði svo vinum og fjölskyldu fyrir stuðninginn.

„Ég hef glímt við eiturlyfjafíkn síðan ég var 16 ára. Loksins, þegar ég er 24 ára, ákvað ég að leita mér hjálpar. Eftir að hafa verið edrú í 50 daga get ég með sanni sagt að ég er eins hamingjusamur og ég hef nokkurn tímann verið,“ sagði Chet meðal annars. Chet bauð þá öðrum sem glíma við sama vandamál og hann gerði að leita ráða hjá sér. „Guð er raunverulegur,“ sagði Chet að lokum.

Chet Hanks er sonur Toms Hanks og leikkonunnar Ritu Wilson. Chet hefur sjálfur reynt fyrir sér í leiklistinni en hann lék m.a. lítið hlutverk í kvikmyndinni Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson