Tískugúrú gefur heimilislausum skó

McDonnell gefur heimilislausu fólki pör af skóm.
McDonnell gefur heimilislausu fólki pör af skóm. Af Facebook-síðu Andre Mcdonnell

Andre McDonnell er fertugur New York-búi sem fer um götur borgarinnar í frítíma sínum og gefur heimilislausu fólki pör af skóm. McDonnell starfar í tískuvöruverslun í SoHo, en á hverjum degi eftir vinnu tekur hann lestina um miðbæ borgarinnar þar sem hann hjálpar þeim sem á þurfa að halda.

Hugmyndin kviknaði hjá McDonnell fyrir þremur árum síðan, þegar hann spilaði körfubolta með vinum sínum. „Ég sá heimilislausan mann í engum skóm svo ég hætti að spila, fór úr skónnum og bauð honum að eiga þá. Hann tók við þeim með bros á vör,“ sagði hann í viðtali við New York Post.

„Þegar ég gekk í burtu fann ég fyrir malbikinu undir fótum mér, og þá skall það á mér að það hlyti að vera eitthvað meira sem ég gæti gert.“

Í kjölfarið stofnaði hann hreyfinguna „It's From the Sole“ sem hefur vakið mikla athygli. McDonnell tekur á móti skó-framlögum frá þeim sem vilja ganga til liðs við hreyfinguna, sem hefur það að markmiði að breyta jákvætt í samfélaginu.

McDonnell segir það bestu tilfinningu í heimi að sjá heimilislausa manneskju í skóm sem hann hefur gefið henni. „Ég veit að þau kunna að meta það, og það gerir göngu lífs þeirra aðeins auðveldari.“
It's From the Sole hefur vakið mikla athygli.
It's From the Sole hefur vakið mikla athygli. Af Facebook-síðu Andre Mcdonnell
Undirtektir skó-gjafanna eru góðar.
Undirtektir skó-gjafanna eru góðar. Af Facebook-síðu Andre Mcdonnell
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson