Vínylplötur ekki selst betur í 18 ár

Breska hljómsveitin Oasis, var á toppi metsölulista með vínylplötu sína …
Breska hljómsveitin Oasis, var á toppi metsölulista með vínylplötu sína árið 1996 - sama platan er sú mest selda þessa vikuna.

Yfir milljón eintök af vínylplötum hafa selst í Bretlandi það sem af er ári. Slíkar plötur hafa ekki selst betur í landinu í átján ár, eða frá árinu 1996.

Í frétt BBC um málið segir að þessi þróun sé mjög óvænt þar sem tónlistariðnaðurinn hefur hallað sér að rafrænum útgáfum á síðustu árum. 

Í byrjun nóvember seldist plata Pink Floyd, The Endless River, hraðar en nokkur önnur vínylplata sem gefin hefur verið út frá árinu 1997.

Ákveðið hefur verið að hefja á ný birtingu á metsölulistum vínylplatna fljótlega.

„Á tíma þar sem allir tala um rafræna tónlist, þá er staðreyndin sú að þessir fallegu listaverk sem vínylplötur eru, eru enn jafn vinsæl og þau eru falleg,“ segir Martin Talbot, sem fer fyrir fyrirtækinu sem sér um að gera metsölulista yfir tónlist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson