Ögra boðum og bönnum í Íran

Höfuðklúturinn losnar af höfði konunnar, sem lætur sér fátt um …
Höfuðklúturinn losnar af höfði konunnar, sem lætur sér fátt um finnast. mbl.is/skjáskot

Um 900.000 manns hafa horft á nýtt myndband á vinsælli íranskri mótmælasíðu, en það sýnir konu í frjálslegum dansi um borð í neðanjarðarlest í Tehran. Á Facebook-síðunni, My Stealthy Freedom, birtir fólk myndir og vídeó af konum brjóta gegn írönskum lögum um klæðaburð kvenna.

Þar í landi er ætlast til þess að konur gangi með höfuðklút, svokallaðan hijab, þegar þær eru úti meðal fólks en það er nokkuð svæðabundið hvernig reglunum er fylgt eftir. Í upphafi áðurnefnds myndbands er konan með hijab á höfði, en dansar klútinn síðan hreinlega af sér og lætur sér fátt um finnast.

Að láta vindinn leika um höfuð sér er ekki það eina sem konum er meinað að gera í Íran, því þær mega heldur ekki dansa á almannafæri, og karlar raunar ekki heldur. Fyrr á þessu ári var hópur ungmenna handtekinn fyrir að sprikla við lagið Happy með Pharrell Williams, en athæfið var tekið upp á vídeó.

Samkvæmt BBC virðist sem myndbandið af dansaranum í Tehran sé ófalsað, og umsagnir um uppátæki konunnar eru flestar jákvæðar, þótt sumir finni að danshreyfingunum sem slíkum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant