Rændu og kefluðu „sykurpabbann“

New York. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
New York. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. AFP

Stefnumót 84 ára New York-búa og 17 ára tvíburasystra fékk fyrirsjáanlega dapurlegan endi, þegar stúlkurnar bundu manninn og rændu. „Hann er ljótur, gamall og ógeðslegur,“ sagði önnur þeirra við lögreglu.

Hinn 84 ára Paul Aronson komst í kynni við hina 17 ára gömlu Shaina Foster á stefnumótasíðunni SeekingArrangement.com; „sykurpabba“-síðu þar sem „fallegt og farsælt fólk ræktar sambönd sem koma báðum aðilum til góða“, að því er fram kemur á síðunni.

Þegar Aronson og Foster hittust í annað sinn, hafði Foster tvíburasystur sína Shalaine með í eftirdragi. Þríeykið snæddi kvöldverð á dýrum veitingastað, en að honum loknum bauð maðurinn stúlkunum heim til sín í drykk, að því er fram kemur í dómsskjölum.

Það var þá sem allt fór úrskeðis, að sögn Shaina.

„Hann bað mig um að gera hluti sem ég ætlaði ekki að gera,“ sagði Shaina lögreglunni. „Hann er ljótur, gamall og ógeðslegur. Ég batt hann. Ég tók peningana hans og fór.“

Samkvæmt New York Daily News bundu systurnar Aronson, stálu 420 dollurum úr veskinu hans og kreditkorti sömuleiðis. Að sögn lögreglu fóru þær síðan á spreðerí og keyptu sér snyrtivörur.

Shaina sagði yfirvöldum að það kæmi sér á óvart að Aronson hefði hringt á lögregluna. „Tilkynnti gamli maðurinn um mig? Ég skil ekki af hverju hann tilkynnti um mig,“ sagði hún.

New York Post sagði frá því að á miðvikudaginn hefði lögmaður Shalaine sagt að skjólstæðingur sinn hefði komið á stefnumótið með systur sinni en ekki tekið þátt í meintum brotum.

„Það er alltaf þessi saga af góða tvíburanum og vonda tvíburanum, hver fer rétta leið og hver ranga,“ sagði Brian Kennedy. „Skjólstæðingur minn, Shalaine, stefndi alltaf í rétta átt en svo virðist sem hún hafi flækst í atburði sem hún stofnaði ekki til.“

Systurnar hafa verið ákærðar fyrir mannrán, húsbrot, líkamsárás og þjófnað. Þær sitja í gæsluvarðhaldi. Í New York geta 17 ára einstaklingar gefið samþykki fyrir samræði, sem skýrir hvers vegna Aronson á ekki ákæru yfir höfði sér.

Frétt Huffington Post

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler