Vonarstræti valin besta frumraunin

Baldvin Z leikstjóri Vonarstrætis ásamt Þorvaldi Davíð Kristjánssyni leikara og …
Baldvin Z leikstjóri Vonarstrætis ásamt Þorvaldi Davíð Kristjánssyni leikara og Gísla Gíslasyni meðframleiðanda. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kvikmyndin Vonarstræti í leikstjórn Baldvins Z hefur verið valin besta frumraunin á Tallinn Black Nights kvikmyndahátíðinni í Eistlandi. Vonarstræti tók þátt í Tridens-keppni hátíðarinnar samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu sem er hugsuð fyrir fyrstu eða aðra kvikmynd leikstjóra frá Eystrasalts- og Norðurlöndunum. Að launum hlutu aðstandendur verðlaunagrip og 5000 evra vinningsfé sem leikstjóri og framleiðendur deila með sér. 

„Júlíus Kemp, annar framleiðanda myndarinnar, veitti verðlaununum viðtöku auk þess sem Baldvin Z sendi þakklætiskveðju með myndskeiði. Baldvin gat ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna vegna anna við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð, þar sem hann er einn leikstjóra ásamt Baltasar Kormáki og Óskari Þór Axelssyni,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson