Bað Clooney um að þegja og hætta að væla

Christian Bale.
Christian Bale. AFP

Leikarinn Christian Bale er þekktur fyrir að vera skapstór og liggja ekki á skoðunum sínum. Hann hefur áður hellt sér yfir samstarfsfólk sitt en hans nýjasti gjörningur er að biðja kollega sinn George Clooney um að þegja.

Bale leiðist þegar Clooney talar um þær neikvæðu hliðar sem fylgja því að vera frægur. Hann sparaði ekki stóru orðin í viðtali sem birtist í WSJ Magazine.

„Það breytir engu þótt hann tali um þetta. Maður er bara: „Koma svo, þegiði bara. Haldið áfram að lifa lífinu og hættið að væla um þetta.“ Ég kýs að væla ekki,“ sagði Bale. 

„Sumir pota í þig eins og þú sért dýr í dýragarði, þeir bíða eftir einhverjum viðbrögðum. Ef þú ert nógu gáfaður þá gefur þú þeim engin [viðbrögð]. Ef þú ert heimskur, eins og ég hef stundum verið, þá gefur þú þeim eitthvað. Og þá fá þau hreinlega það sem þau vilja.“

Bale viðurkennir þó að frægðin getur verið krefjandi. „Ég var á Ítalíu með konunni minni og þegar hún yfirgaf hótelið ein þá beið hennar maður. Hann sagði ótrúlegustu hluti við hana,“ sagði Bale. „Ég veit hvað hann vildi,“ útskýrði Bale sem kveðst hafa haft val um að láta manninn eiga sig eða bregðast við því sem hann sagði. „Svo maður hefur val.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant