Missti meydóminn með Ofurmenninu

Shields gerir upp erfitt samband við móður sína í bókinni.
Shields gerir upp erfitt samband við móður sína í bókinni. AFP

Leikkonan Brooke Shields missti meydóminn 22 ára gömul en fyrsti bólfélagi hennar var enginn annar en ofurmennið Dean Cain. Þetta kemur fram í nýjum æviminningum Shields, There Was a Little Girl: The Real Story of My Mother and Me, en Cain lék Superman í vinsælum sjónvarpsþáttum.

Shields var menntaskólaást Cains, sagði ofurmennið í spjallþætti Meredith Vieira. „Ég skammast mín ekki á nokkurn hátt fyrir neitt sem ég gerði henni. Ég sagði henni að skrifa af hjartans lyst og vonandi verður það frelsandi fyrir hana og hjálpar henni að afgreiða þennan stóra hluta lífs síns,“ sagði hann um uppljóstrun leikkonunnar í bókinni.

Móðir Shields var strangtrúaður kaþólikki og hafði vanþóknun á sambandi hennar og Cains. Þá hjálpaði ekki til að vegna frægðar Shields vissi annar hver Bandaríkjamaður að hún hefði strengt skírlífisheit.

„Það var stór hlutur í lífi hennar,“ sagði Cain. „Meyja Ameríku, það er stórmál og hún bar þungar byrðar og allir fylgdust með henni. Það var, að ég held, komið frá móður hennar og ég held að það hafi verið einn af þeim hlutum sem voru henni erfiðir.“

Cain segir frá því í viðtalinu hvernig örvænting hafi gripið Shields eftir að þau höfðu verið saman og að hún hafi hlaupið nakin út úr herberginu. Hann brást við eins og herramaður og róaði hana.

Shields og Cain eru góðir vinir enn í dag. „Við áttum stórkostlegt samband, við vorum tvær ungar manneskjur og þótti vænt hvoru um annað,“ sagði Cain. „Hún er yndisleg manneskja, stúlka, kona og móðir og eiginkona, svo ég komi því á framfæri.“

Í bókinni segir Shields einnig frá sambandinu við Liam Neeson og stefnumótum með JFK yngri.

Eonline sagði frá

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant