Pitt í stað Jolie

Leikstjórinn Angelina Jolie er með hlaupabólu og komst því ekki á frumsýningu myndar sinnar,Unbroken, í Hollywood í gærkvöldi. Í hennar stað mætti eiginmaður hennar, leikarinn Brad Pitt.

En Pitt var ekki einn á ferð þar sem hann mætti á svarta teppið með þremur barna þeirra, Maddox, 13 ára, Pax, 10 ára og Shiloh, 8 ára. Jafnframt voru foreldrar Pitts, Jane og William á frumsýningunni.

Í frétt UsaToday kemur fram að Pitt hafi meðal annars rætt við fjölskyldu Louis Zamperini, sem myndin fjallar um, á frumsýningunni en Zamperini lést í júlí sl. 97 ára að aldri.

Sagði Pitt syni Zamperini, Luke og dóttur, Cynthia Garris, það Jolie þætti miður að hafa misst af frumsýningunni en hana klæjaði alveg skelfilega í sárin og væri ekki húsum hæf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson