Tók af sér giftingahringinn eftir spítalavistina

Stephen Belafonte og Mel B.
Stephen Belafonte og Mel B. AFP

Í seinustu viku var greint frá því að  tónlistarkonan Mel B dveldi á sjúkrahúsi. Engar upplýsingar fengust um hvað amaði að henni en í frétt Í Sky-sjón­varps­stöðvar­inn­ar kom fram að Mel B væri mjög lasin og gæti mögulega ekki tekið þátt í úr­slit­um The X Factor sem fóru fram seinasta sunnudag. Mel B mætti þó á úrslitin en var þreytuleg að sjá. Nýjustu fregnir herma þá að Mel B hafi tekið ákvörðun um að skilja við eiginmann sinn, Stephen Belafonte, á spítalanum.

Heimildamaður The Sun sagði samband þeirra Mel B og Belafonte hafa verið stormasamt á undanförnum árum. En það sem á að hafa fyllt mælinn hjá söngkonunni var það að eiginmaður hennar kom ekki að heimsækja hana á spítalann.

„Þetta var mjög táknrænt. Hún tók giftingahringinn af sér áður en hún mætti á úrslit The X Factor á sunnudaginn. Hún vissi hvað hún vildi gera og hún ætlaði að senda honum skýr skilaboð,“ sagði heimildamaðurinn.

„Hann kom ekkert á spítalann,“ bætti heimildamaðurinn við.

Einhverjir netverjar hafa þá stungið upp á því að Mel B hafi þurft að leita á spítala vegna áverka sem eiginmaður hennar veitti henni en Belafonte þvertók fyrir það og birti skilaboð á Twitter. „Ég er ekki vanur að svara Twitter-skilaboðum en ég verð að svara þeim ásökunum að ég hafi beitt eiginkonu mína ofbeldi. Þetta er verulega ógeðslegt...og ósatt.“

Hvorki Mel B né Stephen Belafonte hafa tjáð sig um orðróminn um að þau séu að skilja.

Mel B á sjúkrahúsi

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler