Cosby verður ekki ákærður

Camille og Bill Cosby
Camille og Bill Cosby AFP

Bandaríski leikarinn Bill Cosby verður ekki ákærður fyrir að hafa beitt fimmtán ára gamla stúlku kynferðislegu ofbeldi á Playboy setrinu árið 1974. Þetta er niðurstaða saksóknaraembættisins enda fjörtíu ár liðin frá því meint árás átti sér stað.

Um tuttugu konur hafa sakað Cosby, sem er 77 ára gamall, um að hafa nauðgað þeim eða beitt þær öðru kynferðislegu ofbeldi í gegnum tíðina. Sú eina sem hefur lagt fram formlega kæru er fyrrverandi Playboy-fyrirsætan Judy Huth. Saksóknari hefur nú hafnað að höfða opinbert mál.

Í tilkynningu frá saksóknara er vísað til fyrningar, það er hversu langur tími má líða frá því brotið var framið þar til ákært er. Telur saksóknari að kæra Huth hafi borist of seint.

Huth hélt því fram að hún og vinur hennar hafi kynnst Cosby við tökur í San Marino í Kaliforníu. Cosby hafi boðið þeim í tennisklúbb sinn og þar bauð hann þeim upp á áfengi áður en þau héldu á Playboy setur Hugh Hefners. Þegar hún hafi þurft á salerni þá hafi Cosby fylgt henni á klósett í einni af svítum setursins. Þegar hún kom út af salerninu hafi Cosby setið á rúminu. Hann hafi beðið hana um að setjast sér við hlið á rúmið og í kjölfarið beitt hana kynferðislegu ofbeldi.

Camille Cosby gagnrýnir fjölmiðla

Á mánudag gagnrýndi eiginkona Cosbys, Camille Cosby, fjölmiðla og segir hann fórnarlamb rangra ásakana. Segir hún hann vera dásamlegan eiginmann. Lýsir hún því þannig að aðförin að Cosby sé svipuð og umfjöllun tímaritsins Rolling Stone um meinta nauðgun í Virginíu háskóla sem tímaritið þurfti síðar að biðjast afsökunar á.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson