Auglýsingar „Fjallsins“ frumsýndar

Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, prýðir herferð herrailmsins Vatnajökuls sem er fyrsti karlailmur Gyðju og kom upphaflega á markað 2011. Hafþór mun sjálfur mæta í verslun Gyðju í kvöld þar sem hægt er að fá mynd af sér með kappanum.

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, eigandi Gyðja Collection, er einnig á einni myndanna. „Ljósmyndarinn og stílistinn vildu gera prufu og ég var dregin inn á sett, í vinnufötunum og engan veginn undirbúin fyrir myndartöku. En svo kom það svona vel út og myndin notuð sem ein af herferðarmyndunum,“ segir Sigrún Lilja.

Myndirnar voru teknar af Írisi Stefánsdóttur. „Hún er nýlega flutt til Íslands frá Ítalíu þar sem hún var að vinna með nokkrum af stærstu skartgripavörumerkjum Ítalíu og hafa myndir eftir hana verið birtar í stórum erlendum tímaritum eins og Vogue Italia, Elle, Marie Claire, Vanity Fair og mörgum öðrum. Útkoman er seiðandi, kröftug og sterk, bara alveg eins og stefnt var að,“ segir Sigrún.

Frétt mbl.is: „Fjallið“ verður andlit Vatnajökuls

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson