Íslenskir ljósmyndarar neituðu að „fótósjoppa“

Hér má sjá myndina af Ospina eftir að hún var …
Hér má sjá myndina af Ospina eftir að hún var gerð "falleg" í með Photoshop. Mynd/Facebooksíða Marie Southard Ospina

Marie Southard Ospina er kólumbísk/amerískur tískublaðamaður. Hún er í svokallaðri yfirstærð.Í grein sinni á vefsíðunni Bustle segir hún frá fullkomnunaráráttu sem ríkir í heiminum í dag.

„Ég væri að ljúga ef ég segist vera sama um hvað öðrum finnst. Ég vel myndir á bloggsíðu mína eða í vinnunni vel og vandlega. Ég reyni ekki að fela að ég sé feit og reyni ekki að fela undirhökuna því mér líkar vel við það að vera í yfirstærð. Ég elska mýkri hluta líkama míns og mínar feitu kinnar. Ég reyni samt að nota lýsingu og sjónarhorn til þess að reyna að líta út fyrir að vera fallegri eða áhugaverðari,“ segir Ospina.

Hún segir jafnframt frá áhuga sínum á forritinu Photoshop og tilraunum sínum á því. 

Ospina ákvað að feta í fótspor Ester Honing, sem fyrr á árinu fékk tæplega fjörtíu einstaklinga frá 25 löndum til þess að breyta mynd af henni og gera hana „fallega“. Verkefni Honing vakti heimsathygli. Ospina vildi vita hvað myndi gerast ef kona í yfirstærð myndi gera það sama. Myndu allir reyna að grenna hana? Hún borgaði þrjátíu „sérfræðingum“ frá ýmsum löndum til þess að „laga“ mynd af sér. 

Niðurstöðurnar komu Ospina á óvart. Aðeins þrír sérfræðingar, frá Mexíkó, Lettlandi og Úkraínu breyttu myndinni þannig að hún líti út fyrir að vera grennri. Aðrir voru í því að bæta við andlitsmálningu, breyta hári hennar og litarhafti. En það sem vakti mesta athygli Ospina er að hvorki meira né minna en þrír íslenskir ljósmyndarar neituðu að breyta myndinni. Sögðust þeir ekki nota Photoshop.

„Svör þeirra voru öll á þennan veg: „Photoshop er bara ekki það sem ég nota. Ég vinn með hæfileikaríkum fyrirsætum og förðunarmeisturum í staðinn,“ eða „Ég trúi ekki á það að laga náttúrulega fegurð manneskju. Ég nota lýsingu en það er allt og sumt,“,“ segir Ospina frá.

„Ég varð forvitin um þessa leyndardómsfullu eyju með 300 þúsund íbúum. Ég geri mér þó grein fyrir því að viðhorf þriggja einstaklinga eigi ekki við landið í heild sinni. En hey, allt bendir til þess að Ísland sé eins nálægt Útópíu og hægt er.“

Grein Ospina í heild sinni má sjá hér. 

Meira að segja Georg Bretaprins var photoshoppaður á forsíðu Us …
Meira að segja Georg Bretaprins var photoshoppaður á forsíðu Us Weekly. Ljósmynd/Us Weekly
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler