Fjórar milljónir horft á Egil

DJ Muscleboy í jólafíling.
DJ Muscleboy í jólafíling. Skjáskot

Jólalag Egils Einarssonar, undir listamannsnafninu DJ Muscleboy, virðist heldur betur vera að slá í gegn en horft hefur verið á myndbandið meira en fjórum milljón sinnum á myndbandavefnum Youtube. Auk þess sem myndbandið er farið að sjást á heimasíðum í Póllandi, Taílandi og Japan.

Samkvæmt upplýsingum frá Youtube hefur fólk frá 196 löndum horft á jólamyndbandið og hafa hlekkir á það ratað á síður á borð við 9gag, Reddit og Funnyordie, og það ítrekað. Þá koma upp fjölmargar erlendar síður ef leitað er að laginu á Google.

Flestir virðast aðdáendur DJ Muscleboy vera frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Póllandi fyrir utan Ísland. Egill hefur einnig fengið persónuleg skilaboð um að lagið sé að heyrast í partíum víða um heim.

Lagið gaf Egill út í samstarfi við Ice Cold Music Group, sem heitir Musclebells. Lagið er technolag í anda fyrri laga Egils, og má heyra að það er ábreiða hins sívinsæla jólalags Last Christmas sem hljómsveitin Wham gaf út á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant