Söngkonurnar sigruðu í snjallsímaleik

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skorað var á þekkta söngvara og söngkonur til að keppa í leiknum Kringlujól sem gengur út á pakkasöfnun Kringlunnar í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. Jóhanna Guðrún, Eyþór Ingi, Ragnheiður Gröndal, Stefán Hilmarsson, Gissur Páll Gissurarson og Brynhildur Oddsdóttir svöruðu kallinu og kepptu í snjallsímum í leiknum við pakkajólatréð í Kringlunni til að styrkja þetta góða málefni. Söngkonurnar þrjár höfðu betur eftir æsispennandi keppni við karlsöngvarana þar sem ekkert var gefið eftir enda mikið keppnisfólk þarna á ferð. Brynhildur, söngkona Bee Bee and the Bluebirds, var stigahæst þeirra en öll stóðu þau sig vel.

Leikurinn gengur út á að leikmenn safna stigum í sameiginlegan pott og eftir því sem stigafjöldi eykst, bætast við pakkar í pakkasöfnunina sem fyrirtæki í Kringlunni gefa og verða lagðar undir jólatré verslunarmiðstöðvarinnar. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands sjá um að útdeila pökkunum sem munu án nokkurs vafa gleðja marga á aðfangadagskvöld. Um leið er leikurinn stigakeppni þar sem aðalverðlaun eru glæsileg spjaldtölva.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler