Búum í brjáluðum heimi segir Madonna

Madonna
Madonna AFP

Tónlistarkonan Madonna segir heiminn sem við búum í brjálaðan en hún varð fyrir því óláni nýverið að tíu lögum hennar var lekið á netið. Lögin voru enn í vinnslu þegar einhverjir óprúttnir aðilar komu þeim í umferð.

Í  viðtali við Billboard segir Madonna að netið sé stórkostlegt fyrirbæri sem hafi reynst vel en á sama tíma sé það stórhættulegt. „Það er tvíeggjað sverð,“ segir Madonna aðspurð um hvernig rannsókn á lekanum miði.

Hún segir að það hafi komið á óvart að lögin hafi lekið á netið þar sem öryggismálin hafi verið í góðu lagi.

Hún segir að ekkert efni sem er unnið á tölvur fari inn á vefþjóna og hvorki sé stuðst við þráðlausar tengingar né heldur netið. Því eigi ókunnugir ekki að geta komist þangað inn.

Í viðtali við Guardian segir hún að hryðjuverkaástand ríki og hún óttist að hennar persónulega tölva hafi verið hökkuð. Um hóp hakkara sé að ræða og þetta minni helst á þegar brotist sé inn hjá þér og persónulegum munum stolið.

Á laugardag kom Madonna ýmsum á óvart með því að gefa út sex lög af væntanlegri plötu, Rebel Heart, á iTunes, en platan á ekki að koma út fyrr en í mars. Það leið ekki á löngu þar til lögin fóru upp vinsældarlista iTunes og eru nú númer eitt í 36 löndum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson