Mannréttindi órangútans viðurkennd

Órangútaninn Sandra er 29 ára gömul og hefur búið í …
Órangútaninn Sandra er 29 ára gömul og hefur búið í dýragarðinu í Buenos Aires í um tvo áratugi. Henni verður nú gefið frelsi eftir að dómstóll féllst á að hún ætti rétt á betri aðstæðum. AFP

Dómstóll í Argentínu hefur fallist á að Sandra, 29 ára gamall órangútan í dýragarðinum í Buenos Aires, skuli njóta sömu réttinda og menn. Dýragarðurinn hefur nú nokkra daga til að áfrýja niðurstöðunni eða sleppa Söndru ella úr prísund sinni.

Lögmenn dýraverndunarsamtaka í Argentínu héldu því fram að Sandra væri of gáfuð til að hægt væri að líta á hana sem hlut sem væri í eigu dýragarðsins. Höfðuðu þeir því mál þar sem því var haldið fram að Söndru væri haldið með ólögmætum hætti og vísuðu til ákvæða laga sem ætlað er að tryggja að handteknir menn séu leiddir fyrir dómara sem úrskurða um hvort frelsissvipting þeirra sé lögmæt. Dómstóllinn féllst á rök þeirra og verður Söndru því sleppt og hún flutt á griðasvæði. Hún hefur búið nær allt sitt líf í dýragörðum og því gæti hún trauðla lifað af úti í náttúrunni.

Forsvarsmenn dýragarðsins segja hins vegar að vel hafi verið hugsað um hana þar.

„Þegar þú þekkir ekki líffræði tegundar þá ertu að gera ein helstu mistök mannanna með því að fullyrða án raka dýrið verði fyrir misnotkun, það sé stressað eða þunglynt sem er að manngera hegðun dýra,“ segir Adrián Sestelo, yfirlíffræðingur dýragarðsins í Buenos Aires.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson