Madeleine prinsessa á von á öðru barni

Christopher O'Neill og Madeleine prinsessa
Christopher O'Neill og Madeleine prinsessa AFP

Madeleine prinsessa, yngsta barn Karls Gústafs Svíakonungs og Silvíu drottningar, og bresk-bandaríski fjármálamaðurinn Christopher O'Neill eiga von á öðru barni í sumar. Tilkynnt var um þetta síðdegis á föstudag af skrifstofu konungsfjölskyldunnar en orðrómur hafði verið í gangi um að prinsessan væri þunguð.

Fyrir eiga hjónin Leonore prinsessu en hún fæddist þann 20. febrúar sl. Ekki er gefin upp nákvæm dagsetning á væntanlegri fæðingu en það verður annasamur tími hjá sænsku konungsfjölskyldunni þar sem Karl Filippus Svíaprins og unnusta hans, Sofia Hellqvist, hyggjast ganga í hjónaband laugardaginn 13. júní á næsta ári. Hjónavígslan fer fram í Hallarkirkjunni í Stokkhólmi.

Prinsinn er 35 ára og þriðji í erfðaröð sænsku konungsfjölskyldunnar en ófæddur prins eða prinsessa verður sjötti/sjötta í erfðaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson