Banna nýjustu kvikmynd Ridleys Scott

Móses eins og bandaríski listmálarinn Benjamin West sá hann fyrir …
Móses eins og bandaríski listmálarinn Benjamin West sá hann fyrir sér. Wikipedia

Yfirvöld í Marokkó hafa bannað þarlendum kvikmyndahúsum að sýna nýjustu kvikmynd breska leikstjórans Ridleys Scott „Exodus: Gods and Kings“ sem byggð er á Biblíunni og fjallar um það þegar Móse leiddi gyðinga út úr Egyptalandi áleiðis til fyrirheitna landsins. Greint var frá þessari ákvörðun í dag samkvæmt frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að óljóst sé hvers vegna yfirvöld í Marokkó ákváðu að banna kvikmyndina en áður hafði kvikmyndaeftirlit landsins gefið henni grænt ljós. Kvikmyndahúsaeigendur hafi gefið þá skýringu að þeir hafi fengið munnleg fyrirmæli frá kvikmyndaeftirlitinu að hefja ekki sýningar á kvikmyndinni.

Haft er eftir Hassan Belkady, sem rekur kvikmyndahúsið Rif í Casablanca, að hótað hafi verið að loka kvikmyndahúsinu ef hann bryti gegn banninu. „Þeir hringdu og hótuðu því að þeir myndu loka kvikmyndahúsinu ef ég tæki kvikmyndina ekki af dagskránni.“ Forsvarsmenn kvikmyndahússins Renaissance í Rabat segja að þeir hafi fengið þau skilaboð að bannið gilti á landsvísu. Skýringar hafa ekki fengist frá kvikmyndaeftirlitinu.

Fram kemur í fréttinni að Móse sé álitinn mikilvæg persóna í gyðingdómi, kristni og íslam. Múslimar telji hann vera spámann en samkvæmt íslam sé bannað að myndgera spámenn. Er gert að því skóna að það sé hugsanleg skýring á banninu.

Ridley Scott.
Ridley Scott.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant