Íslandsferð Beyoncé í myndum

Beyoncé færir Jay Z afmælistertuna. Íslenskar kindur voru í veislunni.
Beyoncé færir Jay Z afmælistertuna. Íslenskar kindur voru í veislunni. Beyonce.com

Söngkonan Beyoncé Knowles hefur birt á vef sínum myndir frá ferð sinni og eiginmannsins Jay Z til Íslands. Á myndunum má m.a. sjá Beyoncé færa ástinni sinni afmælistertuna en þau komu einmitt hingað til lands til að fagna 45 ára afmæli Jay Z. Á þeirri mynd sjást m.a. uppstoppuð dýr, líklega geitur, í bakgrunninum.

Þá hefur parið farið þyrluflugferð, vel dúðað. Með þeim á myndunum er dóttir þeirra, Blue Ivy.

Einnig hefur Beyoncé tekið fallegar myndir af snjónum á Íslandi. Og að sjálfsögðu má finna á síðunni myndir af henni að leika sér í snjónum, njóta sín í Bláa lóninu og hoppa hæð sína í loft upp á íslensku hálendi.

Til að skoða allar myndirnar skaltu smella hér.

Fjölmargir fréttamiðlar hafa fjallað um myndirnar. Á meðan sumir velta því fyrir sér hvort myndirnar staðfesti að Beyoncé sé EKKI ólétt, eru aðrir sem vekja vel og vandlega athygli á Íslandi. „Ísland hefur hingað til ekki verið efst á óskalistanum yfir áfangastaði en það er það svo sannarlega núna!“ stendur m.a. í frétt Hollywood Life um myndirnar og ferð parsins um landið. „Beyoncé & Jay hafa greinilega skemmt sér mjög vel á Íslandi. Fyrir utan kynþokkafullu myndirnar úr heita pottinum má sjá myndir af parinu að gera ýmislegt, allt frá þyrluflugi til vélsleðaferða. Bey drottning birtir líka nóg af myndum af fallegu landslaginu, m.a. myndir af fjöllum og fossum og af myndunum af dæma virðast þau Jay Z ástfangnari en nokkru sinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant