Vitringarnir þrír voru sektaðir

Málverk Bartolomé Esteban Murillo af heimsókn vitringanna þriggja.
Málverk Bartolomé Esteban Murillo af heimsókn vitringanna þriggja. Wikipedia

Lögreglan í spænsku borginni Zaragoza sektaði vitringana þrjá á dögunum þar sem þeir ferðuðust um á vélhjólum á leið á jólaskemmtun í grunnskóla í borginni. Í stað hjálma voru þeir með kórónur enda voru vitringarnir þrír konungar frá fjarlægum löndum.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.es að vitringarnir þrír, eða öllu heldur þrír karlmenn sem höfðu brugðið sér í gervi þeirra í tilefni af jólunum, hafi verið stöðvaðir af lögreglunni í miðbæ borgarinnar og hafi þurft að bíða í 45 mínútur á meðan tekið var á málum þeirra. Á meðan hafi um 400 nemendur grunnskólans beðið eftir að þeir mættu á staðinn og færandi gjafir.

Haft er eftir þeim sem sáu um skipulagningu jólaskemmtunarinnar að ekki sé hægt að kvarta yfir vinnubrögðum lögreglunnar í ljósi þess hversu há sektin hefði getað verið. Ekki kom hins vegar fram hversu háar sektirnar hafi verið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson