Jólakötturinn kom í leitirnar

Hrafna Flóki lagði land undir fót en lokaðist inni í …
Hrafna Flóki lagði land undir fót en lokaðist inni í geymslu.

Jólakraftaverkin gerast víða en væntanlega voru fáir jafnánægðir með gjöfina sína þessi jólin og Kristín Ragna Gunnarsdóttir. Kötturinn hennar, Hrafna-Flóki, hafði verið týndur í rúmar fimm vikur þegar hann kom loks í leitirnar á sjálfan aðfangadag. 

Kisi fannst í geymslu við heimili Urðar Gunnarsdóttur sem segir frá björgun hans á facebooksíðu sinni.

„Það var ljóst að hann hafði lokast inni í geymslunni fyrir a.m.k. þremur vikum og hvorki fengið vott né þurrt. Eftir að hafa náð að koma ofan í hann vatni og örlitlu af mat hjarnaði hann við, þótt hann væri enn illa á sig kominn. Á heimasíðu Kattholts fundum við svo tilkynningu um kött sem hvarf 19. nóvember og passaði við lýsinguna og viti menn: þarna var kominn kisinn í geymslunni,“ skrifar Urður.

„Glaðir eigendur náðu í hann í morgun, við vonum bara að hann nái sér eftir þessa ömurlegu vist. Og veltum því fyrir okkur hvort það sé mögulegt að hann hafi verið innilokaður í rúman mánuð og lifað það af?“ 

Þegar blaðamaður náði tali af Kristínu mátti Hrafna-Flóki ekki vera að því að tala í símann enda var hann upptekinn við að láta dekra við sig. „Hann er allur að koma til og er að gæða sér á veislufugli í þessum töluðum orðum,“ segir Kristín. 

Segist hún enn hafa haldið í vonina þrátt fyrir að svo langt væri liðið frá hvarfi kisa. Bæði Kristín og Hrafna-Flóki eru að vonum alsæl með að vera sameinuð að nýju. Furðu þykir sæta að sá loðni skuli hafa lifað vistina í geymslunni af og á Kristín ekki mörg orð yfir þá upplifun að fá vin sinn heim. „Þetta er bara ótrúlegt!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson