„Þú ert uppáhalds löggan mín“

Audra Daniloff er 17 ára stúlka frá Wisconsin í Bandaríkjunum. Á síðasta ári var hún greind með ónæmiskerfis sjúkdóm og gefnar 20% lífslíkur.

Faðir Daniloff vildi gleðja dóttur sína, sem hafði eytt stórum hluta ársins á spítala, og fékk því lögreglumanninn Jeffrey Goetz til að stoppa bíl hennar.

„Ég er með góðar og slæmar fréttir fyrir þig,“ segir Goetz við Daniloff sem situr áhyggjufull í bílnum. Engar voru þó slæmu fréttirnar enda skellti Goetz í smá orðaleik þegar hann sagðist vera með tvær sektir fyrir Daniloff. Orðið sektir getur einnig þýtt miðar á enskri tungu (e. tickets) og voru það hreint ekki tvær sektir sem Goetz rétti Daniloff heldur miði til New York og miði á tónleika með uppáhalds hljómsveit hennar, Timeflies.

Daniloff var að vonum hissa og stundi upp „Þú ert uppáhalds löggan mín í öllum heiminum.“ Hún fór á tónleikana daginn eftir og fékk jafnvel að hitta meðlimi Timeflies. Myndbandið af samskipum Daniloff og lögreglunnar má sjá hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant