Verður Idris Elba næsti Bond?

Idris Elba og Naomi Campbell
Idris Elba og Naomi Campbell AFP

Allt frá því hakkarar gerðu árás á tölvukerfi Sony og tölvupóstar varðandi væntanlegar kvikmyndir og hverjir séu mögulegir leikarar í þeim hefur verið rætt um möguleikann á því að Idris Elba verði næsti James Bond.

Meðal þess sem fram kom í kjölfar lekans var að Idris Elba væri mögulega sá sem myndi taka við hlutverki Bond af Daniel Craig en hann er með samning um eina Bond í viðbót.

Breski leikarinn Idris Elba er meðal annars þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Nelson Mandela og í þáttaröðinni The Wire.

Það var vefurinn Daily Beast sem birti frétt um tölvupóst sem stjórnarformaður Sony Pictures Entertainment,  Amy Pascal, sendi undir fyrirsögninni „Idris ætti að verða næsti Bond.“

Samkvæmt BBC í dag þá hefur Elba tjáð sig um þetta á Twitter um jólin. „Á 007 ekki að vera myndarlegur? Ánægður með að þið teljið mig hafa það til að bera! Gleðilegt ár öll saman,“, skrifar hann á Twitter og lét mynd af sjálfum sér fylgja með.

Breski leikarinn Idris Elba.
Breski leikarinn Idris Elba. Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant