Út úr skápnum í predikunarstólnum

Presturinn hvatti söfnuð sinn til að greiða atkvæði með hjónaböndum …
Presturinn hvatti söfnuð sinn til að greiða atkvæði með hjónaböndum samkynhneigðra. AFP

Faðir Martin Dolan, írskur kaþólskur prestur, uppskar lófaklapp frá söfnuði sínum þegar hann ljóstraði því upp að hann væri samkynhneigður og lýsti yfir stuðningi við hjónabönd samkynhneigðra.

Dolan hefur verið prestur við Kirkju St. Nikulásar af Myra á Francis-götu í Dublin í 15 ár og kom út úr skápnum í predikunarstólnum. Hann hvatti söfnuð sinn til að greiða atkvæði með hjónaböndum samkynhneigðra í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Við erum öll afar stolt af föður Martin. Bara vegna þess að hann hefur viðurkennt að hann sé samkynhneigður breytir það ekki persónu hans frá því er áður var,“ sagði eitt sóknarbarna Dolans í samtali við Irish Sun.

Jafnréttissamtök í Írlandi hafa lofað ákvörðun prestsins um að koma út úr skápnum fyrir framan söfnuð sinn.

Kaþólska kirkjan hefur barist gegn því að hjónabönd samkynhneigðra verði leyfð á Írlandi en samkvæmt skoðanakönnun Irish Times er 71% landsmanna því fylgjandi.

Guardian sagði frá

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson