Með lag í forkeppni Eurovision í Litháen

Íris Hólm
Íris Hólm Ljósmynd/Solla Matt

„Daði sendi mér bara skilaboð og sagði „Jæja, við þurfum að fara að skoða flug til Litháen“. Þá var lagið komið í forkeppnina þar,“ segir söngkonan og lagahöfundurinn Íris Hólm, en lag sem hún og Daði Georgsson sömdu í sameiningu árið 2010 tekur þátt í forkeppni Eurovision í Litháen.

Íris var lengi vel söngkona í hljómsveitinni Bermúda og var Daði hljóðmaður sveitarinnar. „Það var vani hjá okkur Daða að sitja eftir æfingar og leika okkur með að semja. Það samstarf þróaðist út í það að norrænt höfundarteymi hafði samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á samstarfi,“ segir Íris en teymið heyrði af Írisi árið 2010 eftir að hún tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagið The One.

Lagið sem er í keppninni í Litháen heitir Sounds of Colors og er það sungið af Sjonna Brink, sem lést árið 2011. „Daði hafði verið í samstarfi við þetta teymi með þetta ákveðna lag. Honum vantaði texta og hugmynd að millikafla og leitaði til mín. Þannig tvinnaðist ég inn í þetta,“ segir Íris.

„Ég söng síðan inn á fyrsta demóið en okkur datt í hug að það gæti verið skemmtilegra að hafa karlmann syngja lagið. Við höfðum samband við Sjonna Brink sem var meira en til í það. Svo höfum við eiginlega bara legið á þessu lagi síðustu 4-5 ár.“

Síðan var haft samband við Daða og Írisi og í ljós kom að lagið hafi komist inn í forkeppnina í Litháen.

„Munurinn á höfundunum hér og þeim norrænu er sá að þeir eru mjög duglegir við að senda inn lög í undankeppnir hér og þar í Evrópu til að auka möguleikana. Ég hef heyrt dæmi þar sem að sama lagið er sent inn í fimm eða sex keppnir,“ segir Íris.

Ef lagið kemst áfram í undankeppnina verður það flutt af litháenskum flytjendum. Almenningur kýs um þau lög sem send hafa verið inn og fimmtán lög keppa í undankeppninni.

„Við bara sitjum hérna heima og vitum voða lítið. Við bíðum bara eftir því að þau þarna úti láti okkur vita hvað gerist,“ segir Íris. „Auðvitað er þetta spennandi og það væri gaman ef lagið manns kæmist áfram. En maður er ekki beint með þetta í huga þegar maður er inni í stúdíói að semja lögin.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson