Syngja um íslenskan heimilismat

„Okkur hefur fundist verið skortur á þorralögum. Þau geta verið eins og hverjum dettur í hug en mér finnst þurfa að vera einhver kór og ákveðin stemmning í gangi. Lagið okkar er dæmi um það,“ segir Heiðar Örn Kristjánsson, söngvari þorrahljómsveitarinnar Það sem úti frýs.

Lag sveitarinnar, sem gefið var út í dag, heitir Haltu kjafti. „Þetta snýst um að halda á sviðakjamma og borða hann,“ segir Heiðar. Hægt er að hlusta á lagið hér.

Hljómsveitin Það sem úti frýs er byggð á öðru bandi sem var jólahljómsveit og hét Þröstur upp á Heiðar, en sú sveit gaf út jólaplötu fyrir jólin 2013. Meðlimir Það sem úti frýs eru þeir Viðar Hrafn Steingrímsson á bassa, Þröstur Harðarson á gítar, Magnús Leifur Sveinsson á gítar, Þórhallur Stefánsson á trommur og Heiðar Örn sem syngur.

Segir Heiðar að hljómsveitin hafi orðið til í stúdíóinu Aldingarðinum. „Þeir Magnús og Þórhallur reka Aldingarðinn, við fengum þá inn í sveitina og svo Viðar á kontrabassa og úr varð hljómsveitin Það sem úti frýs. Hún er hugsuð sem vetrarhljómsveit, getum spilað jólalögin fyrir jól og fært okkur síðan yfir í þorralögin,“ segir Heiðar.

Í haust stendur til að út komi plata með sveitinni. Verður sú plata óhefðbundin að því leyti að með disknum fylgja uppskriftir, en sungið verður um uppskriftir og aðferðarfræði í eldhúsinu.

„Við erum allir miklir matáhugamenn. Einn í bandinu, Þröstur, borðar til dæmis svið einu sinni í viku, allan ársins hring,“ segir Heiðar. Hann segir að með plötunni vilji meðlimir sveitarinnar gera íslenskum heimilismat hátt undir höfði. Á disknum verða lög tileinkuð þekktum íslenskum heimilisréttum, eins og sviðum, steiktum fiski og kjötsúpu. Í lögunum verður sungið um uppskriftir og hvernig skal elda matinn. Munu jafnframt fylgja með uppskriftir og má því segja að diskurinn sé bæði hljómdiskur og uppskriftarbók.

„Platan myndi heita Matardiskurinn. Ungt fólk í dag hefur gott að því að fræðast um íslenskan klassískan heimilismat. Það hafa reyndar allir gott af því að rýna í þetta, en þetta er matur sem margir eru hættir að elda,“ segir Heiðar, en dæmi um lög á disknum eru „Pönnukökur með rjóma“, „Hátíðarsósan“, „Kjötsúpa“, „Steiktur fiskur“ og „Hakkabuff með lauk“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson