Listrænn ágreiningur stöðvar Clinton

Bill Clinton ásamt eiginkonu sinni Hillary.
Bill Clinton ásamt eiginkonu sinni Hillary. AFP

Leikstjórinn Martin Scorsese hefur frá árinu 2012 unnið að heimildarmynd um Bill Clinton, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Nú hefur hins vegar komið upp ágreiningur á milli Clintons og Scorseses og er því framtíð myndarinnar í óvissu.

Talið er að Clinton hafi viljað stíga inn á verksvið Scorseses með því að hafa lokaorðið þegar kemur að því að klippa til viðtölin. Scorsese neitaði því og er því framtíð myndarinnar í uppnámi.  

Scorsese hefur lengi verið yfirlýstur aðdáandi Clintons og slóst hann meðal annars í för með hinum síðarnefnda til Suður-Afríku árið 2012. 

Er þetta ekki eina kvikmyndaframleiðslan um Clinton sem er í uppnámi. Áður ákvað NBC að hætta við framleiðslu á þáttaröð um Hillary Clinton og einnig er óvissa um mynd sem kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Lionsgate ætlaði að framleiða um þau hjón. 

Leikstjórinn Martin Scorsese hefur unnið fjölda Óskarsverðlauna.
Leikstjórinn Martin Scorsese hefur unnið fjölda Óskarsverðlauna. Mynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson