Þurfti skiptimynt og vann milljarð

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Bandarískur maður sem keypti tvo skafmiða í matvörubúð í Boston til að skipta hundrað dala seðli til að geta keypt hádegismat endaði á að vinna tíu milljónir dala (1,3 milljarða króna).

Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem gefur út skafmiðann segir að Richard Noll og kona hans hafi vitjað vinningsins í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Braintree í síðustu viku. Þau kusu eingreiðslu upp á 6,5 milljónir dala eftir skatta. NBC greinir frá þessu á síðu sinni.

Noll segir að hann hafi þurft að skipta 100 dala seðli til að geta keypt sér hádegismat á samlokustað og keypti tvo 20 dala „Platinum Millions“ skafmiða í Lanzili Groceria í austurhluta Boston. Búðin fær 50 þúsund dali í sinn hlut fyrir að hafa selt vinningsmiðann.

Noll segir að hann ætli að kaupa sér hús, fjárfesta eitthvað og fara með barnabarn hans í Disney-garðinn.

Hann er þriðji einstaklingurinn til þess að vinna 10 milljónir dala í „Platinum Millions“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant