Angelina Jolie heimsótti flóttamenn í Írak- myndir

Angelina Jolie vakti athygli á ástandinu í Sýrlandi á blaðamannafundi …
Angelina Jolie vakti athygli á ástandinu í Sýrlandi á blaðamannafundi um helgina. AFP

Angelina Jolie kallaði eftir aðstoð þegar hún hitti flóttamenn í Írak á sunnudaginn. Hún vakti athygli á stöðu flóttamannanna sem eru að flýja ástandið í Sýrlandi og hyggst setja af stað peningasöfnun.

„Síðan ég var seinast hérna í Írak hafa um tvær milljónir manna neyðst til að flýja heimili sín,“ sagði Jolie á blaðamannafundi sem haldinn var flóttamannabúðum í borginni Dohuk. Hún sagði að ástandið hefði haft áhrif á fólk um allan heim en að ekki næg hjálp hefði borist. Þá hvatti hún helstu leiðtoga heims til að koma saman og finna lausn á ástandinu.

„Fólkið sem ég hitti í dag þarf að vita að við stöndum með þeim. Þau verða að vita að einn dag munu þau geta snúið aftur heim.“

Angelina Jolie hitti flóttamenn í Írak á sunnudaginn.
Angelina Jolie hitti flóttamenn í Írak á sunnudaginn. AFP
Angelina Jolie í flóttamannabúðum í Írak.
Angelina Jolie í flóttamannabúðum í Írak. AFP
Angelina Jolie vill að alþjóðasamfélagið bregðist við ástandinu í Írak.
Angelina Jolie vill að alþjóðasamfélagið bregðist við ástandinu í Írak. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant