„Ég er bara alvöru stelpa“

Rakel Ósk segist vera alvöru stelpa með mjaðmir og maga.
Rakel Ósk segist vera alvöru stelpa með mjaðmir og maga. Ljósmynd/ Árni F. Sigurðsson

Íslendingar mæta Dönum á handboltavellinum í Katar í kvöld en fulltrúar þjóðanna tveggja kljást þó á fleiri vígstöðvum þessa dagana. Íslenska fyrisætan Rakel Ósk er nefnilega komin í úrslit keppninnar um „side 9“ stúlku ársins hjá hinu danska Ekstrabladet.

Rakel var fyrst valin „ungfrú nóvember“ úr hópi stúlkna sem sátu léttklæddar fyrir á blaðsíðu níu í Ekstrabladet árið 2014 og atti því kappi við ellefu aðrar stúlkur sem titlaðar voru eftir öðrum mánuðum. Í dag var tilkynnt að hún, ásamt fjórum dönskum yngismeyjum, væri komin í úrslit og þakkar hún stuðningi Íslendinga velgengni sína. 

„Þetta er alveg frábært og það er alveg á hreinu að öll þessi atkvæði Íslendinga [í netkosningunni] hafa komið mér áfram,“ segir Rakel.

Telur myndirnar ekki niðrandi

Margir telja kynferðislegar myndir af léttklæddum konum, á við þær sem Ekstrabladet birtir daglega, vera einkennandi fyrir undirokun kvenna í karllægum heimi. Rakel segist þó alls ekki telja „side 9“ niðrandi fyrir konur.

 „Það eru auðvitað til margar teprur. Ég er frekar frjálsleg týpa og er búin að búa á „kollegium“ með fullt af fólki þar sem allt er mjög frjálst og hippalegt. Ég skammast mín ekkert fyrir minn líkama og er mjög ánægð með hann þó svo að ég sé ekkert í topp formi. Ég er bara alvöru stelpa með mjaðmir og smá maga.“

Úrslit síðustu netkosningarinnar um „side 9“ stúlku ársins verða kunngjörð næsta föstudag. Fyrstu verðlaun í keppninni eru 10 þúsund danskar krónur sem samsvarar rúmum 200 þúsund íslenskum krónum. „Það væri flott að vera fyrsta íslenska stelpan til að vinna og þetta myndi auðvitað opna ýmsar dyr fyrir mig,“ segir Rakel og hvetur Íslendinga til að styðja við bakið á samlanda sínum.

Smellið hér til að komast á kosningasíðu Ekstrabladet

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson