Gettu betur í sjónvarpinu á miðvikudag

Af vef RÚV

Spurningakeppni framhaldskólanna Gettu betur er nú haldin í þrítugasta sinn. Keppnin hefur verið einn vinsælasti dagskrárliður RÚV frá upphafi. Tuttugu og níu skólar hófu keppni í ár. Undankeppnin var haldin dagana 12.-15. janúar og 19.-20. janúar í beinni útsendingu á Rás 2. Að henni lokinni standa eftir átta lið sem keppa um Hljóðnemann, verðlaunagrip Gettu betur.

Undanfarin ár hafa átta liða úrslit Gettu betur verið haldin á föstudagskvöldum en í ár er gerð breyting á og þau verða á miðvikudagskvöldum, segir í fréttatilkynningu. Með því er vonast til að fleiri ungmenni á menntaskólaaldri geti horft á keppnina í beinni útsendingu.

Fyrstu skólarnir sem eigast við eru Flensborgarskólinn og Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi en þeir etja kappi miðvikudaginn 28. janúar kl. 20.00. Spurningahöfundar og dómarar eru Steinþór Helgi Arnsteinsson, Margrét Erla Maack og Björn Teitsson og spyrill er Björn Bragi Arnarsson.

Dregið var í viðureignir 20. janúar eftir síðustu keppni kvöldsins og þá kom í ljós hvaða lið mætast í sjónvarpinu. Eftirfarandi lið drógust saman:

  • 28. janúar Flensborgarskólinn og Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
  • 4. febrúar Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
  • 11. febrúar Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn í Reykjavík
  • 18. febrúar Menntaskólinn við Hamrahlíð og Menntaskólinn á Akureyri
  • Undanúrslit verða dagana 25. febrúar og 4. mars og úrslitakeppnin miðvikudaginn 11. mars. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler