Satan ásækir jógabuxnabloggarann

Veronica og eiginmaður hennar.
Veronica og eiginmaður hennar. Skjáskot af YouTube

Kristni bloggarinn Veronica Partridge segir djöfulinn hafa ásótt sig í kjölfar þess að hún bloggaði um þá ákvörðun sína að hætta að ganga í jógabuxum og leggings. Þetta kemur fram í viðtali við Partridge á The Christian Post.

Ákvörðunina tók Partridge vegna þess að hún vildi ekki vekja lostafullar hugsanir hjá nokkrum öðrum en eiginmanni sínum. Bloggið vakti mikla athygli og jafnframt reiði m.a. vegna þess að hugmyndir Partridge þykja vísa í eignarhald karlmanna yfir kvenlíkamanum og gera karlmönnum upp ógeðfelldar kenndir.

Hún segist ekki geta stjórnað karlmönnum en að af virðingu við eiginmann sinn vilji hún ekki gefa þeim tilefni til þess að horfa á hana með losta í huga eða draga að sér kynferðislega athygli.

„Mér finnst eiginmaður minn ánægður og styðja ákvörðun mína, en vegna [fjölmiðla athyglinnar] held ég að við séum að verða fyrir árásum Satans. Við fáum mikla neikvæðni en höldum í styrk okkar og biðjum með hvort öðru og lesum biblíuna okkar. Ég held að það hafi gert okkur nánari,“ segir Partridge í viðtalinu við The Christian Post.

Hún segist hafa fengið mikinn stuðning frá samfélagi kristinna manna sem hún segir hvetjandi. Þrátt fyrir að hafa mátt þola háð og mikla gagnrýni segist hún ekki sjá eftir að hafa deilt sögu sinni.

„Þetta voru skilaboð sem guð setti í hjarta mér og ég var hikandi við að deila minni persónulegu sannfæringu. Ég held bara að sama hvort mér líkar það eða ekki hafi þetta haft tilgang fyrir guði.“

Tengd frétt:
Hætti að ganga í jógabuxum fyrir eiginmanninn

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant