Baðst afsökunar á rasískum ummælum

Benedict Cumberbatch.
Benedict Cumberbatch. AFP

Leikarinn Benedict Cumberbatch hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa notað rasískt orðalag í spjallþættinum Tavis Smiley. Cumberbatch talaði um svarta leikara sem „litaða“, hann segir orðavalið hafa verið klaufalegt en ekki illa meint.

Cumberbatch var að ræða um takmörkuð leiklistarhlutverk fyrir svarta leikara í Bretlandi þegar hann notaði orðalag sem þykir rasískt og bera með sér aukamerkingu í ljósi sögulegrar notkunar. Ummæli hans ollu usla en Cumberbatch var fljótur að bregðast við og baðst afsökunar.

„Ég er miður mín yfir að hafa móðgað fólk með því að nota þetta útelta hugtak. Ég biðst innilegrar afsökunar. Ég vona bara að þessi mistök mín veki athygli á því að við þurfum að nota rétt orðalag. Mér líður eins og algjörum kjána,“ sagði Cumberbatch meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant