Fjórða Millenium bókin á leiðinni

Lisbeth Salander er hin óhefðbundna kvenhetja bókanna og kvikmyndanna sem …
Lisbeth Salander er hin óhefðbundna kvenhetja bókanna og kvikmyndanna sem gerðar voru eftir þeim.

Þríleikur hin sænska Stieg Larsson um hakkarann Lisbeth Salander og blaðamanninn Mikael Blomkvist hefur selst í yfir 75 milljónum eintaka en nú er komið að útgáfu fjórðu bókarinnar í röðinni samkvæmt danska ríkisútvarpinu.

Sú bók er þó að sjálfsögðu ekki skrifuð af Larsson sjálfum, enda lést hann árið 2004. Annar sænskur höfundur, David Lagercrantz hefur tekið upp þráðinn en hann er einna þekktastur fyrir að hafa skrifað ævisögu knattspyrnumannsins Zlatan Ibrahimowic.

Fjórða bókin um þau Lisbeth og Mikael verður í þykkari kantinum, heilar 500 síður, og á sænsku ber hún titilinn „Det som inte d0dar oss“ eða „Það sem ekki deyðir okkur“. Það var sænska forlagið Norstedts sem bauð Lagercrantz að skrifa næstu Millenium bókina eins og flokkurinn er kallaður en nú þegar hefur bókin selst til 35 landa.

„Þetta hefur verið skemmtilegasta áskorun sem ég hef tekist á við allt mitt líf. Það fyrirfinnst engin önnur bók sem viðlíka áhugi hefur verið fyrir,“ segir Lagercrantz.

Eva Gabrielsson, sem var sambýliskona Larsson í 30 ár hefur greint frá því að hún eigi uppkast að fjórðu bók Larsson í bókaröðinni en að hún vilji ekki opinbera það. Lagercrantz hefur því ekki fengið að leika sér með hugmyndir Larsson heldur skrifað bókina út frá eigin hugmyndum, með leyfi föður og bróður Larsson. Gabrielsson er mótfallin útgáfu fjórðu bókarinnar sem hún segir aðeins vera peningaplokk. Lagercrantz vísar því hinsvegar á bug að verkefnið snúist um peninga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant