Klóraði sig upp úr gröfinni

Bart er frekar sjúskaður eftir slysið. Hann mun þó jafna …
Bart er frekar sjúskaður eftir slysið. Hann mun þó jafna sig að fullu að sögn lækna. Skjáskot af Youtube

Manni í Bandaríkjunum var brugðið þegar heimiliskötturinn mætti fyrir utan útidyrahurðina. Það var kannski vegna þess að fimm dögum áður hafði hann grafið köttinn.

Ellis Hutson fann köttinn sinn Bart liggjandi í blóði sínu eftir að hafa orðið fyrir bíl. Bart sýndi ekkert lífsmark og var Hutson því viss um að aumingja Bart væri farinn á fund feðra sinna. Ræddi hann í síma við dýralækni, sem staðfesti grun hans. The Independent segir frá þessu.

Í viðtali við fréttastofuna Fox 13 segir Hutson frá því hvernig Bart birtist sprelllifandi fimm dögum eftir að hann var grafinn. Dýralæknar sem hafa skoðað málið segja að líklegast hafi Bart fengið meðvitund að nýju ofan í jörðinni og klórað sig upp. Talið er að Bart hafi verið í áfalli og falið sig í nokkra daga eða þar til hann varð svangur. Þá birtist hann við útidyr heimilisins. 

Við bílslysið fékk Bart alvarlegt höfuðhögg, kjálkabrotnaði og missti jafnframt sjón á öðru auga. Dýralæknar telja þó að Bart muni lifa af. 

Í myndbandinu  hér að neðan má sjá myndir af Bart eftir slysið og flóttann úr gröfinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson