Bieber biðst afsökunar á hegðun sinni

Justin Bieber í viðtali hjá Ellen DeGeneres.
Justin Bieber í viðtali hjá Ellen DeGeneres. Skjáskot af Twitter

Justin Bieber hefur beðist afsökunar á hegðun sinni síðustu 18 mánuði.

Söngvarinn, sem er tvítugur að aldri, baðst afsökunar í myndbandi sem hann setti á netið eftir að hafa komið fram í þætti Ellen DeGeneres.

„Hvernig ég hef látið undanfarið ár, eitt og hálft ár, er ekki eins og ég er. Ég var að þykjast,“ sagði hann m.a.  „Oft þykjumst við vera önnur en við erum til að fela raunverulega tilfinningar okkar.“

Ekki er ljóst hvert var tilefni myndskeiðsins en svo virðist sem Bieber gæti hafa verið óánægður með viðtal sem Ellen DeGeneres átti við hann en þátturinn er tekinn upp fyrir framan áhorfendur og sýndur síðar.

Afsökunarmyndbandið er um ein mínúta að lengd. Það er tekið á heimili hans. „Ég er hræddur um hvað fólki finnst um mig núna. Það er aðeins örstutt síðan ég var opinberlega fyrir framan fólk. Ég vildi ekki virka hrokafullur og sjálfumglaður.“

Stuttu eftir að hann yfirgaf myndverið þar sem spjallþátturinn var tekinn upp bað hann DeGeneres afsökunar á því að hafa verið taugaóstyrkur. 

Ellen svaraði honum og sagði honum að hann hefði verið fullkominn.

Undanfarna 18 mánuði hefur kanadíska ungstirnið ítrekað komist í fjölmiðla fyrir margvísleg uppátæki - og ekki öll jákvæð.

Í júní í fyrra baðst hann afsökunar eftir að myndband af honum að segja brandara um Ku Klux Klan lak á netið.

Þá var hann ákærður fyrir líkamsárás og hættulegan akstur eftir að hafa ekið mótorhjóli sínum á bíl í Ontario í Kanada. Þá hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir að kasta eggjum í hús nágranna síns í Los Angeles.

Bieber gaf síðast út plötu í júní árið 2012. Sögulegur fjöldi ljósmynda hefur birst af honum í fjölmiðlum frá því að tónlistarmaðurinn Usher uppgötvaði hann, en þá var hann aðeins fjórtán ára gamall.

Meira hefur þó verið fjallað um hegðun hans en tónlist undanfarin ár. Áður var hann „þægi og ljúfi unglingspilturinn“ en undanfarin ár hefur hann birst sem uppreisnargjarn ungur maður.

Hann fjallar einmitt um þetta í myndbandinu sem hann birti í dag.

„Að alast upp í tónlistarbransanum er erfitt. Að fullorðnast er einfaldlega erfitt,“ sagði hann. Þá sagðist honum líða betur á sviði fyrir framan áheyrendur en fyrir framan fullan sjónvarpssal af áhorfendum.

„Mér fannst eins og fólk væri að dæma mig fyrir það sem gerst hefur í fortíðinni. Ég vil koma vel fyrir, vera góður, elskulegur og blíður. Fólk má kalla mig viðkvæman en svona ól hún mamma mig upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson