Bobba Fett fór á 3,6 milljónir

Bobba Fett færði þrjótnum Jabba the Hutt hetjuna Han Solo …
Bobba Fett færði þrjótnum Jabba the Hutt hetjuna Han Solo frosna í kolefni en hlaut síðar makleg málagjöld á botni Sarlacc-pyttsins. Af Wikipedia

Æstur aðdáandi Stjörnustríðsmyndanna pungaði út um 3,6 milljónum króna fyrir leikfangafígúru af mannaveiðaranum Bobba Fett. Sá sem seldi fígúruna keypti hana á rúmar þrjú hundruð krónur árið 1980 en hún er talin aðeins ein af fjórum eða fimm sem til eru í heiminum og eru enn í upprunalegu ástandi.

Kaupandinn er breskur en hann hefur ekki komið fram undir nafni. Hann bauð 15.000 pund, rúmar þrjár milljónir króna, í fígúruna sem Stjörnustríðsaðdáandinn Craig Stevens auglýsti til sölu. Til viðbótar þarf hann að greiða 20% þóknun til uppboðsfyrirtækisins sem sá um að bjóða fígúruna upp.

„Ég er furðu lostinn yfir upphæðinni sem er alveg fullkomin. Ég vona að hún fari til góðs safnara sem hugsar um hana og varðveitir eins og ég hef gert,“ segir Stevens í samtali við Sky-fréttastofuna.

Stevens setti alls 85 Stjörnustríðsfígúrur sem hann hefur safnað í gegnum tíðina á uppboð en fígúran af Bobba Fett, mannaveiðaranum sem kom fyrst fram í annarri myndinni „Stjörnustríð V: Keisaraveldið svarar fyrir sig“ var sú verðmætasta í safninu. Hún er enda enn í upphaflegu umbúðunum. Fyrrverandi formaður breska Stjörnustríðsaðdáendaklúbbsins telur að aðeins 4-5 eintök séu til í heiminum sem eru í svo góðu ástandi.

Bobba Fett birtist aðeins á skjánum í örfáar mínútur í myndunum en persónan eignaðist engu að síður fjölda aðdáenda. Fígúran af honum var aðeins seld í eitt ár á sínum tíma. Stevens keypti sitt eintak á 1,50 pund árið 1980.

Stevens og eiginkona hans segjast ætla að nota peningana sem þau fengu fyrir fígúruna til þess að festa kaup á nýju húsi. Fígúrurnar sem hann seldi að þessu sinni eru þó aðeins brot af safni hans af Stjörnustríðsmunum því hann á um 10.000 aðra gripi.

„Ég var eitt af börnunum sem stóðu í röðum til að sjá Stjörnustríð þegar hún var frumsýnd árið 1977 og hún hafði gríðarleg áhrif á mig. Ég byrjaði að safna öllu sem ég komst yfir sem tengdist Stjörnustríði og ég hef haldið því áfram allt til þessarar stundar,“ segir Stevens.

Frétt Sky News af uppboðinu á Bobba Fett-fígúrunni

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant