Fékk peningabúnt í stað matar

Kona frá New Hampshire fékk nýverið peningabúnt í staðin fyrir …
Kona frá New Hampshire fékk nýverið peningabúnt í staðin fyrir kjúklingasamloku á Burger King. Um mistök var að ræða.

Janelle Jones, stálheppin kona frá New Hampshire, fékk óvæntan glaðning þegar hún pantaði sér mat á skyndibitastaðnum Burger King á dögunum. Þegar hún fékk matinn afhentan kom í ljós að um peningabúnt var að ræða.

Í staðinn fyrir gosdrykk og kjúklingasamloku fékk konan um 350.000 krónur í seðlum.

Þegar Jones sá peningana hringdi hún samstundis í eiginmann sinn. Í sameiningu tóku þau þá ákvörðun að skila peningunum sem starfsmaður skyndibitastaðarins átti að fara með í banka þennan dag.

Eiginmaðurinn viðurkenndi í viðtali við Foster's Daily Democrat að þau hefðu íhugað í smástund að halda peningunum en ákveðið svo að skila þeim. Ástæðan mun vera sú að þau eru vottar Jehóva og trúa að Jehóva „sjái allt“.

Samkvæmt heimildum Foster's Daily Democrat staðfesti talsmaður Burger King að atvikið hefði í raun og veru átt sér stað en vildi ekki gefa frekari upplýsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant