Hvorki hæðin né strippið skipta þau máli

Parið segist ákaflega hamingjusamt.
Parið segist ákaflega hamingjusamt. Skjáskot af YouTube

Mörgum virðist eflaust sem svo að Kat Hoffman og unnusti hennar Eich Buscher séu heldur ólík en hin 119 cm háa Hoffman segist elska hæðarmuninn. Buscher, sem er 182 cm á hæð segir hæðarmuninn ekki skipta máli.

Buscher er bandarískur hermaður en hin dvergvaxna Hoffman er strípimær. Buscher er með stórt húðflúr sem nær frá ökklum hans og upp að hálsi. Segist hann því vanur því að fólk horfi undarlega á hann og að hvorki hæð Hoffman né starf trufli hann. „Þessi heimur er uppfullur af ólíkum tegundum fólks og maður þarf að átta sig á því að sumt fólk mun ekki samþykkja þig eins og maður er, maður hunsar bara það fólk. “ segir hann.

Hoffman var lögð í einelti vegna dvergvaxtar síns á yngri árum en hún segist hafa unnið gegn eineltinu með því að verða nektardansmær. „Síðan ég varð fræg sem dansar hef ég lært að vera ég sjálf. Nú vilja allir þeir sem hunsuðu mig í skólanum vera Facebook vinir mínir,“ segir Hoffman sem kallar sjálfa sig brosframleiðanda enda er hennar helsta markmið að gleðja aðra.

„Mörg okkar upplifa okkur ekki sem kynþokkafull vegna fötlunar okkar. Allir eru kynþokkafullir á sinn eigin hátt og það er persónuleikinn sem skiptir máli.“

Þrátt fyrir að Hoffman sé hamingjusöm í sínu starfi og njóti stuðnings unnusta síns er systir hennar, Renee, ekki jafn viss um ágætti þess. „Ég hef farið á sýningarnar hennar og fólk fer ekki á þær til að sjá hana, það fer til að hlæja að henni.,“ segir Renee.

„Það er vont að horfa upp á það því hún er litla systir mín. Ég vildi að hún myndi hætta en ég held ekki að hún muni gera það.“

Ítarlegri umfjöllun um Hoffman má sjá í myndbandinu hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson