Innbrotsþjófur festi sig í glugga

Þjófurinn var pikkfastur í fimm klukkutíma.
Þjófurinn var pikkfastur í fimm klukkutíma. Skjáskot af YouTube.com

Tveir nemendur við Nottingham Trent háskóla í Englandi gengu fram á innbrjótsþjóf sem hékk fastur í glugga með buxurnar niður um sig síðastliðna föstudagsnótt. 

Samkvæmt  The Tab voru þeir Dan De-Niet og Tom Burdett á heimleið eftir bæjarferð þegar þeir urðu mannsins varir. Þeir hringdu í kjölfarið á lögregluna en slökkviliðsmenn neyddust til að brjóta rúðu gluggans til þess að ná honum út.  

„Ég var ekki viss um hvaðan lætin komu en þegar ég leit upp og fann hann öskrandi og grátandi reyndi ég að hjálpa honum á sama tíma og ég tók fullt af myndum og myndböndum,“ sagði De-Niet.

Burdett segir manninn hafa reynt að girða upp buxurnar en allt kom fyrir ekki.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson