Notaði heróín á meðgöngunni

Courtney Love og dóttir hennar Frances Bean Cobain árið 2007.
Courtney Love og dóttir hennar Frances Bean Cobain árið 2007. AFP

Courtney Love, ekkja tónlistarmannsins Kurt Cobain, viðurkennir að hafa notað heróín þegar hún gekk með dóttur þeirra, Frances Bean Cobain.

Árið 1992 sakaði Lynn Hirschberg, blaðamaður Vanity Fair, Love um að nota eiturlyfið á meðgöngunni en talsmenn Love og Cobain sögðu ásakanir Hirschberg ósannar. Málið vakti mikla athygli og Love og Cobain misstu tímabundið forræði yfir dótturinni þegar hún kom í heiminn. Love kenndi Hirschberg um og sagði meira að segja að ásakanir hennar hafi átt þátt í að Cobain framdi sjálfsvíg árið 1994.

Núna, 23 árum síðar, viðurkennir Love að hafa notað heróín þegar hún gekk með Frances Bean Cobain. Játninguna gaf hún í nýrri heimildarmynd um ævi Cobain, Kurt Cobain: Montage of Heck.

Kvikmyndin var frumsýnd á laugardaginn á Sundance Film Festival í Utah. „Ég notaði það einu sinni, svo hætti ég. Ég vissi að það yrði í lagi með hana,“ segir Love í myndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler