Stærsta útflutningsvaran á eftir Björk

Ásgeir Trausti
Ásgeir Trausti mbl.is/Rósa Braga

Ásgeir Trausti var viðmælandi blaðamannsins Aidin Vaziri í dagblaðinu San Fransisco Chronicle í gær. Í viðtalinu kemur fram að Ásgeir Trausti komi frá aðeins fjörtíu manna bæ, Laugabakka, og syngi texta eftir 74 ára gamlan föður sinn. Er því jafnframt haldið fram að Ásgeir Trausti sé stærsta útflutningsvara Íslands á eftir Björk. 

Í viðtalinu er sagt frá Ásgeiri Trausta og plötunni Dýrð í dauðaþögn sem kom út árið 2012 og var mest selda plata ársins á Íslandi. Segir Vaziri að ensk útgáfa plötunnar, In the Silence sé að vinna hug og hjörtu aðdáenda út um allan heim. Ásgeir Trausti kemur fram á nokkrum tónleikum í San Fransisco í febrúar, meðal annars með írska tónlistarmanninum Hozier. Uppselt er á þá tónleika. 

Í viðtalinu er Ásgeir Trausti spurður hvort að aðdáendur hans séu ekki hrifnari af íslensku textunum en þeim ensku. Ásgeir Trausti játar því og segir það hafa komið sér á óvart. „Það sýnir að þetta skipti ekki jafn miklu máli og ég hélt. En ég er ánægður að við gerðum enska útgáfu. Við náðum klárlega sambandi við fleira fólk. Það setur okkur samt í stöðuna: Hvað viljum við gera á næstu plötu?“ segir Ásgeir Trausti. 

Viðurkennir Ásgeir Trausti jafnframt að lögin hafi ekki sömu þýðingu fyrir hann og áður. „Við höfum spilað á um 400 tónleikum síðan við gáfum plötuna út fyrst. Ég er ekki kominn með leið á lögunum eða textunum. Ég tengi enn við þau, en það verður leiðinlegt að spila sömu lögin á sama hátt á hverju kvöldi. Þannig við breyttum tónleikaútgáfu laganna mörgum sinnum. Það er langt síðan ég hlustaði síðast á plötuna sjálfa.“

Greinina í heild sinni má sjá hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson