Viðskiptajöfur eftirlýstur fyrir morð

Suge Knight er eftirlýstur hjá lögreglunni í Los Angeles fyrir …
Suge Knight er eftirlýstur hjá lögreglunni í Los Angeles fyrir morð. AFP

Framkvæmdastjórinn og viðskiptajöfurinn Suge Knight er sagður hafa keyrt á mann í kjölfar slagsmála í gær. Atvikið mun hafa átt sér stað fyrir utan kvikmyndatökuver í Kaliforníu. Maðurinn sem Knight keyrði á er látinn.

Samkvæmt heimildum TMZ keyrði Knight á tvo menn, annar þeirra lést en hinn hlaut minniháttar meiðsl. Fregnir herma að Knight sé nú eftirlýstur hjá lögreglunni í Los Angeles en sé ekki kominn í leitirnar.

Sjónarvottar segja Knight hafa átt í orðaskaki við fórnalambið og þá stigið upp í bíl sinn og keyrt á mennina.

Lögmaður Knight gaf út tilkynningu til fréttastofu Fox 11 skömmu eftir að málið rataði í fjölmiðla og staðfesti að Knight hafi verið ökumaður bílsins. Lögmaðurinn sagði jafnframt að hann væri að vinna með yfirvöldum að því að fá Knight til að gefa sig fram.

Suge Knight var forstjóri útgáfufyrirtækisins Black Kapital Records þegar það var og hét. Hann er í dag meðeigandi fyrirtækisins Death Row Records. Knight hefur unnið með listamönnum á borð við Tupac Shakur, Dr. Dre og Snoop Dogg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson