Ljóstraði óvart upp leyndarmáli í beinni

Salka Sól er enginn venjulegur kynnir því eftir hlé rappaði …
Salka Sól er enginn venjulegur kynnir því eftir hlé rappaði hún ásamt MC Blævi og heilum karlakór. Skjáskot af ruv.is

Fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins stendur nú yfir í Háskólabíói. Kynnar Söngvakeppninnar eru hinar brosmildu Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Dís Emilsdóttir og Salka Sól Eyfeld.

Áður en hljómsveitin HINEMOA steig á svið til að flytja lagið „Þú leitar líka að mér“ þurftu þær Ragnhildur Steinunn og Salka Sól að tefja tímann þar sem nokkra stund tók að koma sveitinni fyrir á sviði. 

Þá minnti Ragnhildur á að þrjú lög kæmust áfram úr hverri undankeppni og Salka Sól bætti því við að einnig yrði svokallað „wildcard“ lag valið af dómnefnd en hún kysi raunar að nota fremur íslenska orðið Svarta Pétur. Örlítið fát kom þá á Ragnhildi sem minnti Sölku á að sú staðreynd væri nú raunar smá leyndarmál.

Með örlítið breiðara brosi en áður kynntu þær stöllur á HINEMOA á svið og í því sem ljósin fóru niður mátti sjá Sölku grípa hlæjandi fyrir munninn á sér.

Leyndarmálið er ekki stórt og höfðu margir aðdáendur keppninnar eflaust þegar getið sér til um að fyrirkomulagið yrði með þessum hætti. Líklega eru fáir ef einhverjir ósáttir við þessa óvæntu uppákomu en hinsvegar  sannast það fornkveðna að allt getur gerst í beinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson