Mjallhvít kom til dyra

mbl.is/Þórður Arnar

Margt misjafnt drífur á daga íslenskra lögreglumanna og eftir að Facebook kom til sögunnar hefur almenningur í auknum mæli fengið að heyra skemmtisögur úr starfi þeirra.

Eina slíka sögu birti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fyrr í kvöld á Facebook síðu sinni en sagan er bókstaflega ævintýraleg. Við gefum lögreglunni orðið.

„Hávaðaútköll eru því miður algeng, sérstaklega um helgar, þegar skemmtanalíf borgarinnar dregur að sér ungt fólk, bæði í anda og lífárum, sem vilja skemmta sér og öðrum. Stundum verður skemmtunin þó þannig að hún truflar aðra og þá skapast vandamál. Eitt slíkt útkall barst lögreglu á dögunum en þegar lögreglumenn bönkuðu upp var það Mjallhvít sjálf sem kom til dyra – en innandyra reyndust fleiri fígúrur bókmenntanna vera að hafa sig til fyrir næturlífið. Mjallhvít lofaði að lækka.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson