Bestu auglýsingar Ofurskálarinnar

Mikil spenna er í Boston fyrir leiknum en Boston Patriots …
Mikil spenna er í Boston fyrir leiknum en Boston Patriots munu takast á við Seattle Seahawks í úrslitaleiknum sem fram fer í nótt. AFP

Á hverju ári laðast fólk að viðtækjum sínum til að berja Ofurskálina augum og mun líklega engin breyting verða þar á í nótt þegar Boston Patriots takast á við Seattle Seahawks í úrslitaleiknum um hina eftirsóttu skál.

Mikill hluti aðdráttaraflsins felst þó í auglýsingunum sem birtast þegar hlé eru tekin á leiknum. Mörg fyrirtæki nýta tækifærið til að frumsýna rándýrar auglýsingar sínar sem heppnast þó misvel. Við tókum saman nokkrar bestu Ofurskálarauglýsingar síðustu ára.

Volkswagen birti þessa auglýsingu fyrir Ofurskálina árið 2011 og vakti hún strax mikla lukku og hafa sumir áhugamenn um Stjörnustríð haft á orði að auglýsingin sé betri en allar myndirnar í nýja þríleiknum til samans.

Fyrirtækið E-Trade þótti hitta beint í mark þegar það frumsýndi auglýsingu þar sem barn var talsmaður fyrirtækisins. Lét fyrirtækið gera fjölda annarra auglýsinga með barninu en hér eru fimm þeirra bestu.

Þessi auglýsing birtist fyrir Ofurskálina árið 2007 og þykir jafnvel bera gott vitni um starfshætti í ýmsum fyrirtækjum í hámarki góðærisins.

 Jerry Seinfeld fer á kostum í auglýsingu fyrir bílaframleiðandann Acura ásamt Larry Thomas, sem fór með hið fræga hlutverk „súpunasistans“ í Seinfeld-þáttunum.

Árið 2010 birti Snickers þessa auglýsingu þar sem hinn síungi sorakjaftur Betty White kemur við sögu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant